Nýtt upphaf, hvorki meira né minna!

Jæja…eins og svo margir ákvað ég að færa mig hingað yfir eftir að hafa fengið nóg af hinni bloggsíðunni minni, þ.e. stjórnkerfinu. Endalaust vesen með að vista færslurnar og ég bara nennti ekki meir, en langaði samt til að halda áfram að blogga þannig að ég flutti mig hingað.

Fór á fætur kl. 06:30 í morgun og gekk ca hálftíma hring. Geng venjulega með vinkonu minni, en hún komst ekki í morgun þannig að ég rölti þetta ein með sjálfri mér. Hafði því nægan tíma til að hugsa þar sem ég kunni nú varla við að vera í hrókasamræðum við sjálfa mig ef svo ólíklega vildi til að ég myndi hitta einhvern. Tók þar og þá ákvörðunina um að hreyfa mig 5 sinnum í viku (a.m.k.), þótt það sé ekki meira en þessi hálftíma göngutúr á morgnana, þá er það samt eitthvað. Ákvað líka að gera smá magaæfingar eftir morgungönguna, fann alveg hreint ágæta plankaæfingu á netinu sem er einfalt að gera en tekur samt á. Mataræðið mun líka breytast til batnaðar, borða nú reyndar ekki mikið nammi og drekk ekki mikið gos, en maður þarf víst að passa fleira en það 🙂

En…læt þessu fyrsta bloggi á nýjum stað lokið. Leggst bara vel í mig, þetta allt saman! 🙂

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s