Að standa við stóru orðin…

Hehe…hefði átt að vera aðeins stóryrtari í gær. Klikkaði á að hundskast fram úr í morgun, vaknaði reyndar við klukkuna kl. 06:20, „snúsaði“ hana og dormaði í 5 mínútur í viðbót. Klukkan hringdi aftur, ég slökkti á henni og ætlaði „aaaaaaðeins“ að loka augunum áður en ég færi fram úr. Leit aftur á klukkuna þegar ég opnaði augun og þá var hún 06:54 :/ Úpps… Mér til afsökunar fór ég reyndar í um klst langan göngutúr í gærkvöldi þannig að ég labbaði þó tvisvar í gær, þannig að ég get ennþá staðið við það að ætla að hreyfa mig 5 sinnum í viku.

Stór dagur í dag hjá unglingnum. Fyrsti dagurinn í unglingavinnunni og greyið litla pínu stressuð yfir að verða mögulega látin slá á svona traktorssláttuvél eða einhverju svoleiðis. Ég fullvissaði hana nú um að það yrði nú ekki gert, það yrði tékkað á því hvað hún kynni og hún látin gera eitthvað við hæfi. Bíð svo spennt eftir að heyra hvernig fyrsti dagurinn var 🙂

Það liggur svo við að maður þurfi áfallahjálp þar sem það voru gráir fjallstoppar í morgun! Frekar napurt úti þannig að maður fór bara í úlpu í vinnuna. Vona að góða veðrið komi fljótt aftur…verð nefnilega í sumarfríi í næstu viku 😉 Ekki laust við að maður hlakki pínulítið til 😀 Reyndar verð ég samt að vinna svolítið í tölvuvinnunni heima, er pínu spennt að sitja og skrifa allan daginn en ekki bara koma inn um hálf 2 leytið.

Framundan er svo afmælishelgin mikla, hvorki meira né minna en 2 fjölskylduafmæli og svo var að berast boð um eitt leikskólaafmæli 🙂 Bara gaman að þessu öllu saman!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s