Af hlaupamálum

Ég tók, eins og um það bil 14.999 aðrar konur á öllum aldri, þátt í kvennahlaupinu þann 16. júní sl. Fékk systur mína með mér og við hlupum hérna á Hvanneyrinni. Hún er mun duglegri að hlaupa en ég þannig að hún dró mig áfram. Skemmst frá því að segja að við hlupum (og löbbuðum) stóra hringinn (u.þ.b. 5 km) á ca 35 – 40 mínútum ef ég man rétt. Ógó ánægð með mig þar sem ég er yfirleitt að labba þetta á ca klukkutíma.

Í dag ákvað ég, þar sem ég var búin að vinna snemma (lítið að gera í aukavinnunni líka) og kallinn með gormana tvo á sundnámskeiði, að endurtaka leikinn. Hljóp og labbaði til skiptis stóra hringinn, setti mér markmið hvert ég ætlaði að hlaupa í hverri hlaupatörn og stóð meira að segja við það. Þetta tók ca 40 mínútur núna þannig að núna er markmiðið að bæta tímann örlítið í hvert skipti. Ætla að hlaupa á mánudögum, miðvikudögum (engin aukavinna þá) og svo líklega á laugardögum og fara svo líka að labba af og til inn á milli.

Hef hingað til tekið ca tvær hlaupatarnir á hverjum hring…er allt of góð við mig og hef hugsað mér að hlaupa að einhverjum ákveðnum stað en svo guggnað á því yfirleitt löngu áður en ég kemst þangað. Hugsa alltaf að þetta sé svo erfitt. Stóra systir lét mig ekki komast upp með neitt svoleiðis rugl og ég komst þar af leiðandi að því að ég dey ekkert þótt ég finni til við hvern andardrátt og lappirnar séu við það að bráðna undan mér. Maður er hreinlega miklu ánægðari með sjálfan sig ef maður gerir þetta svona og „pínir“ sig áfram.

Annars byrjaði ég að vinna aftur í dag eftir heillar viku sumarfrí! Fannst þetta hafa verið miklu lengra frí, en alveg hreint ágætt að komast aftur í vinnuna. Vann reyndar heilmikið í sumarfríinu í hinni vinnunni, kynntist því hvernig er að vera allan daginn þar, eitthvað sem ég hef ekki prufað áður. Þar sem það er aldrei nein aukavinna á miðvikudögum þá var ég alveg í sumarfríi þann daginn. Notaði tækifærið og réðst á arfann í trjábeðinu og grasið sem er smám saman farið að læða sér nær plöntunum. Skemmst frá því að segja að ég náði mér í þessa líka myndarlegu blöðru í hægri lófann, en hún er á góðum batavegi.

Og nú ætla ég að fara í sturtu áður en ég bý til svitapoll á gólfið 😉

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s