Helgin…

…var bara hin fínasta. Byrjuðum laugardaginn á að henda nokkrum birkiplöntum niður í jörðina (krossa bara putta að þær lifi) 😉 Fórum svo stuttu seinna að kjósa, skoppuðum svo í kosningakaffi í Hespuhúsið og þaðan til pabba þar sem við fengum okkur kaffi, kökur og vöfflur, kipptum upp svona ca 30 kg af rabarbara (og enn ca tvöfalt það magn eftir þannig að af nógu er að taka), skoppuðum svo að kíkja á bróður, mágkonu og börn og svo kíktum við á fótbrotnu konuna sem lét bara vel af sér 🙂 Hörkutól þessi elska, og alveg hætt að kalla hvað sem er ömmu sína, ef hún hefur þá nokkurn tímann gert það.

Skoppuðum svo heim, gáfum mikið til allan rabarbarann, héldum einhverjum 6 kg eftir og skárum það niður og settum í frysti. Planið er að gera sultu úr ca 4 kg og eiga rest í grauta 🙂 Namm namm!

Á sunnudeginum fórum við svo til Reykjavíkur þar sem þvottavélin okkar er að gefa upp öndina og fengum við okkur því nýja. Sú græja virkar vonandi vel, á eftir að koma í ljós 😉 Fórum svo Hvalfjörðinn heim, gaman að keyra hann svona þegar maður þarf þess ekki í hvert skipti sem maður fer suður 😉

Núna er ég næstum því búin að segja frá öllu sem gert var um helgina…vantar bara upplýsingar um klósettferðir fjölskyldumeðlima, og ég hef ákveðið að hlífa ykkur við því :þ

Læt þessu því lokið í bili! Meira síðar!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s