Loksins…

…náði ég að gera eitthvað í hreyfingunni! Við fjölskyldan ákváðum að fara í Hreppslaug í gærkvöldi og í einhverju bríaríi datt mér í hug að leggja af stað á undan á tveimur jafnfljótum. 🙂 Skokkaði og gekk til skiptis en þessar tvær brekkur sem voru upp í móti ákvað ég að nota í skokk-skorpu þannig að ég reyndi að gera mér þetta aðeins erfiðara en það hefði getað verið. Ok…til að vera alveg hreinskilin þá er önnur brekkan meira svona aflíðandi halli, en maður má alveg ýkja pínu, er það ekki?? 😉

Annars fátt og lítið gerst síðan síðast. Lífið snýst um að vinna, borða, sofa og vera með fjölskyldunni, en ætla að reyna að fara að láta það snúast um allt sem ég taldi upp áðan plús hreyfingu. Verð að fara að gera eitthvað í þessu máli, gengur ekki svona lengur. Allar buxur farnar að þrengjast þannig að þá (fyrst maður var ekki farinn af stað fyrr) er kominn tími til aðgerða.

Í dag keypti ég svo afmælisgjöf handa litla gorminum mínum en hann mun ná þeim áfanga á laugardaginn að verða 4 ára, þessi elska! Hefur þroskast alveg heilan helling á undanförnum dögum og alltaf jafn gaman að fylgjast með því hvað hann er skynsamur, duglegur, góður og rökhugsunin í svo góðu lagi að hann gerir foreldrana stundum kjaftstopp! Helginni (og þar af leiðandi líka afmælisdeginum) munum við eyða á fjölskyldumóti hér í Borgarfirðinum. Ætla nú að fara með nammiköku á svæðið og set mögulega einhver kerti á hana…svona um það bil 4 😉

Sumarfríið byrjar svo á mánudaginn, ekki nema tveir vinnudagar og ein helgi í það 🙂 Ekki það að ég sé neitt að telja niður 😉 Verð hins vegar eitthvað að vinna í hinni vinnunni minni, a.m.k. einhverja daga í sumarfríinu.

Jæja…búið í bili…ætla annað hvort að fara að brjóta saman þvott eða prjóna…hmmm…hvort ætli verði nú fyrir valinu?? 😉 Kannski bara bæði betra, byrja á Mount Neverrest og fer svo að prjóna 😉

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s