Allt að komast í rútínu…

Leikskólinn byrjaði fyrir 2 vikum síðan (svona ca) og grunnskólinn verður settur á morgun. Það verður voðalega gott að fá allt og alla á sinn stað aftur, þótt börnin séu nú ekkert alveg jafn hrifin af því að setjast aftur á skólabekk. 😉

Annars hefur svo sem ekkert mikið gerst síðan síðast. Fjölskyldumótið tókst bara alveg með eindæmum vel, alltaf gaman að hitta þessi ættmenni sín 🙂 Eftir það byrjaði ég svo í sumarfríi og við höfðum planað að fara norður að Hólum til mágkonu minnar, og ferðast svo aðeins um norðurlandið og skoða okkur um. Þau plön breyttust nú heldur betur þar sem kallinn minn tók upp á því að ná sér í eitt stykki brjósklos. Urðum því svo fræg að skoða bráðamóttökuna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í fríinu. 😉 Sem betur fer gekk þetta til baka á ca 2 vikum, hann fékk einhver dúndur verkjalyf sem virkuðu svona líka rosalega vel þannig að hann er ótrúlega góður núna. Við sem sagt skoðuðum fátt og lítið þarna fyrir norðan, höfðum það bara rosalega notalegt, svona fyrir utan brjósklosið. Held reyndar að hann hafi verið að gera sér þetta upp, kallgreyið, þar sem hann fékk ordrur um það frá lækninum að hann ætti að liggja uppi í sófa og slappa af. Þvílík einskær tilviljun (lán í óláni) að Ólympíuleikarnir voru akkúrat í sjónvarpinu þessar tvær vikur sem hann var sem verstur 😉

Hugs…hugs…er að reyna að muna allt sem hefur gerst þennan blogglausa mánuð minn 🙂

Já! Fórum í sumarbústað til systur minnar á suðurlandið um verslunarmannahelgina! Vorum þar frá laugardegi fram á mánudag í góðu yfirlæti 🙂 Endalaus notalegheit í þessu fríi 🙂

Vann svo vikuna eftir verslunarmannahelgi en fór svo aftur í frí að þeirri viku lokinni. Seinni vika þess frís er sem sagt hálfnuð núna.

Það var svo annað ættarmót, að þessu sinni hjá föðurætt eiginmannsins. Það var líka gaman þar, hitti fullt af fólki sem var gaman að kynnast.

Hef svo farið tvisvar í berjamó, seinna skiptið í gær og ég finn svooo til í aftanverðum lærunum eftir það, þótt skömm sé frá því að segja 😉 Þarf greinilega að fara að hreyfa mig meira…hmmm…hef ég einhverntíma sagt það áður?? 😉

Annars byrjar rútínan fyrir fullt og allt á morgun eða eiginlega hinn, þegar eldri börnin byrja í skólanum. Veturinn stefnir í að verða skemmtilegur með fullt af verkefnum…skóli, tvær vinnur, fjölskyldan, heimilið og bara allt! 🙂 Hlakka til!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Allt að komast í rútínu…

  1. bebbabloggar sagði:

    hey þú hér
    gaman að því 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s