Sei sei, já

Sit í vinnunni og horfi út yfir Borgarfjörðinn. Alltaf jafn gaman að fylgjast með mannlífinu, eða réttara sagt bíllífinu, þar sem maður sér nú yfirleitt bara bíla keyra fram og til baka. Einstaka manneskja á tveimur jafnfljótum eða hjóli.

Það er sem sagt ekki mikið að gera í vinnunni hjá mér. Einstaka símtal sem kemur inn, annars rólegt. Skólar og leikskóli fara rólega af stað og mér sýnist á öllu að barnungarnir séu bara ánægðir 🙂 Gott mál.

Fjarnámið mitt byrjar 14. september. Fékk smá mikilmennskubrjálæðiskast og skráði mig í 3 áfanga. Markmiðið mitt núna þessa önnina er að taka þetta föstum tökum, ekki bara námið heldur allt saman. Vinnur, skóla, hreyfingu og allt. Ég hlýt að geta þetta! Allt sem maður þarf er bara skipulagning. Veit einhver hvar maður getur fengið aðgang að svoleiðis? :þ Þyrfti kannski bara að kaupa svona skólakompu eins og nemendur eru með og skipuleggja dagana út frá því 🙂 Græja það kannski bara á eftir, þarf að skoppa í búð hvort eð er 🙂 (Jei! Sá eina fótgangandi manneskju á gangstéttinni!! Annars bara bílar eða fólk að fara í og úr bílum).

En já….held að þessi kompu hugmynd sé bara málið! Eftir því sem ég hugsa meira um það líst mér betur og betur á þetta 🙂

Þangað til skólinn byrjar ætla ég að skipuleggja jólagjafir. Hef sem sagt rétt rúman hálfan mánuð til að rumpa þeim af sem flestum. Er búin að fá hugmynd að nokkrum fljótlegum jólagjöfum. Vona bara að viðtakendurnir verði ánægð með þetta 😉 Byrjaði meira að segja á einni í gær! Spennandi að sjá hvernig þetta kemur út 😉

Síðustu helgi máluðum við herbergi heimasætunnar. Fallega fjólublár litur prýðir nú tvo veggi af fjórum og kemur bara vel út. Húsgögnin eru svo annað hvort hvít eða svört þannig að þetta kemur rosalega vel út. Hefur breyst úr krakkaherbergi yfir í unglingaskvísuherbergi, komin tími til þar sem hún er að verða 15 ára á árinu! Ein bókahilla fékk að fjúka og hellingur af dóti. Verkefni komandi daga verður því að skrúfa upp spegil, tvær vegghillur og negla upp einhverjar myndir. Alveg yfirstíganlegt þegar maður byrjar á því, er það ekki?? 😉 Breyttum líka í stofunni. Tókst að selja veggsamstæðuna sem við áttum og höfðum endaskipti á stofunni. Svo áskotnaðist okkur bókahilla sem prýðir nú vegginn þar sem skenkurinn stóð áður. Þurfum líka að skrúfa upp nokkrar myndir frammi líka þannig að við munum verða bæði „boríng“ og „skrúfíng“ (hóst) á næstunni 😉 Kannski „neglíng“ líka 🙂

En jæja…ætla að láta þessu lokið í bili. Meira blogg síðar 🙂

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s