Bloggedíblogg…

Æ, vissi ekkert hvað ég ætti að skrifa í titilinn og mér fannst þetta alveg jafn gáfulegt og hvað annað 😉

Sit eina ferðina enn í vinnunni…útsýnið það sama, Borgarfjörðurinn. Sól þegar ég bloggaði síðast, núna skýjað en maður sér samt sólina reyna að hrekja skýin í burtu. Skarðsheiðin og Skessuhornið farin að grána á ný þannig að það er greinilega komið haust, ekki bara á dagatalinu.

Síðan ég bloggaði síðast hef ég farið í eina gönguferð, litla 22 km. Þetta var hluti af aldarafmælisgöngu UMSB og eru tveir hlutar eftir. Mikið óskaplega var þetta skemmtilegt, frábært veður, góðir göngufélagar og gönguhraðinn alveg við mitt hæfi (pínu struns en ekkert of hratt). Bara snilld. Var búin að pæla í að fara þessar tvær göngur sem eftir eru, en smalamennskur gætu sett næstu göngu í uppnám…þarf að hugsa þetta aðeins betur. Er sem betur fer að jafna mig af öllum blöðrunum sem ég fékk í síðustu göngu (bara 5 stk, takk fyrir og ekkert af smærri gerðinni). Í svoleiðis tilfellum borgar sig að vinna á heilsugæslustöð innan um fólk sem kann að búa um svona 😉 Annars finnst mér ganga alveg hreint frábær hreyfing, sérstaklega svona langt og er mikið búin að hugsa að ég verði að halda þessu áfram reglulega nokkrum sinnum í viku. En geri ég eitthvað í því?? Onei…ekki enn, a.m.k.

Meira um hreyfingu…mér var boðin þátttaka í hlaupahópnum Flandra í Borgarnesi. Opinn öllum óháð fyrri afrekum á hlaupasviðinu og þetta er eiginlega boð sem ég get ekki afþakkað, samviskunnar vegna. Er nefnilega búin að tala um það ítrekað við þá sem bauð mér að ég hafi mig ekki af stað í hreyfingu þar sem ég hef ekki neinn hlaupafélaga eða hóp til að draga mig af stað. Þarna er komið tækifæri, fastir tímar þrisvar í viku, hópur sem ég get hlaupið með og segir maður þá „æ nei, ég held ekki“?? Ó nei…af stað skal haldið, og ekkert helvítis væl 😉 Mun mæta þegar ég get, hvernig sem viðrar og hana nú! Þá hafið þið þetta skriflegt og getið fylgst með 😉

Svo bíður maður bara eftir því að skólinn byrji. Ennþá ca vika í þetta og nú skal önnin tekin með trompi. Skráði mig í 8 einingar, sem sagt 3 áfanga, ensku, ritvinnslu og gæðastjórnun. Vonandi eru svo bara 3 annir í viðbót eftir af þessu námi og þá get ég farið að kalla mig læknaritara.

Á síðustu dögum höfum við loksins verið að hengja upp myndir heima hjá okkur. Búin að búa hérna í næstum því 4 ár (vantar 6 daga upp á það) og enn höfum við ekki hengt upp neinar myndir að heitið geti. Fengum lánaða höggborvél og boruðum í útveggi það sem við þurftum. Eigum enn eftir fullt af myndum en aftur á móti minna af veggjum…spurning hvernig við leysum það vandamál 😉

Kláraði svo fyrsta heklaða handavinnustykkið mitt 🙂 Kom bara ágætlega út, þótt ég væri alveg til í að hafa þetta stærra…á eftir að pæla aðeins betur í þessu…

Jæja…búið í bili…blogga meir síðar (ef ég lifi hlaupaæfinguna af 😀 )

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s