Enn á lífi!

Hef mætt á þrjár hlaupaæfingar af 5 sem eru búnar. Komst ekki á fjórðu æfinguna þar sem að ég þurfti að skjótast í bæinn og ákvað að mæta ekki á æfinguna í dag þar sem að ég er rétt búin að geta haldið mér réttu megin við veikindi síðast liðna viku (líkaminn hótaði kvefi og almennum slappleika, fyrsti dagurinn í dag sem mér líður „eðlilega“ aftur) þannig að mér fannst ekki skynsamlegt að fara að reyna eitthvað mikið á sig. Þar að auki er kallinn minn að smala og frumburðurinn ekki heima þannig að það hefði verið „mál“ að fá pössun fyrir drengina. En ætla að mæta galvösk á mánudagsæfinguna og reyna að mæta á flestar æfingar eftir það.

Við erum sem sagt bara þrjú í kotinu í dag, mæðginin. Er ekki búin að vita af drengjunum í allan dag, eru búnir að leika sér frábærlega vel saman og biðja ekkert um að fara í tölvuna þótt það sé tölvudagur í dag og þeir vita vel af því. Bara snilld! Pabbi kíkti áðan og kom færandi hendi, með heimagerða rifsberjasultu og „heimaveiddan“ silung, reyktan…reyndar ekki heimareyktan. Namm namm…

Er aðeins byrjuð að kíkja á námsefnið og m.a.s. búin að skila fyrsta verkefninu! Er búin að ákveða að taka þessa önn með trompi þar sem það verður frekar mikið að gera. Sé fyrir mér að helgarnar verði vel nýttar í lærdóm og líka miðvikudagar…og mögulega eitthvað á kvöldin. Mun sem sagt einoka heimilistölvuna…muahahahahaha 😉 Annars leggst þetta bara vel í mig, námsefni þessarar annar. Held þetta verði svei mér þá bara þó nokkuð skemmtilegt!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s