Mikið að gera :)

Skoppuðum í tengdósveitina á sunnudaginn og ætluðum svo að fara í réttina og taka á móti safninu þegar það kæmi niður. Þar sem það gekk á með brjáluðum rigningardembuskúrum og við þurftum hvort eð er að vera komin í Borgarnes um kl. 7 til að ná í frumburðinn í strætó ákváðum við að fara bara beint í nesið með engri viðkomu í réttinni þetta árið. Kvöldmaturinn var snæddur á Olís þetta kvöldið þar sem við höfðum ekki haft hugsun á því að græja eitthvað heima til að elda.

Mánudagurinn var skutldagurinn mikli…fór í vinnuna, heim kl. hálf 2 (fór aðeins í búð), hin vinnan kl. 2, sækja frumburðinn í Borgarnes kl. 4 og reyndar litla gorm á leikskólann áður, heim, halda áfram að vinna, mætt aftur í Borgarnes hálf 6 á hlaupaæfingu, heim að elda, henda drengjunum í bælið og klára tölvuvinnuna. Eiginmaðurinn var heldur ekki búinn í sinni vinnu fyrr en að verða 10 um kvöldið þannig að það var mikið að gera hjá honum líka. En já…sem betur fer eru bara mánudagarnir svona. Hafði því miður ekki tíma til að fara í Skemmuna að hitta hressar kellur þar í gærkvöldi, en það kemur mánudagur eftir þennan og annar skemmuhittingur!

Skólinn leggst alltaf jafn vel í mig, held þetta verði bara skemmtileg önn. Skemmtileg fög og kennararnir fínir. Búin að skila einu verkefni í gæðastjórnun og tókst að fá 10 þar 😀 Reyndar ekkert þannig séð brjálæðislegt verkefni. Áttum að skrifa svona eitthvað um hverju við stjórnum í daglegu lífi, hvernig stjórnendur við værum og hvernig stjórnendur við vildum vera. Þannig að ég þurfti bara að bulla eitthvað upp úr sjálfri mér, máttum ekki vera búnar að lesa neitt í bókinni áður, þannig að þetta var voðalega lítið fræðilegt 😉 En féll í kramið þannig að það er bara gott mál!

Haustskipulagningin er byrjuð, árshátíð hjá vinnunni (ég er í skemmtinefnd), haustferð saumaklúbbsins og fleira þess háttar. Þannig að það er nóg að gera og það er bara gaman! Svo eru það náttúrulega jólin, þau eru þarna einhversstaðar líka og þarf víst einhvern smá undirbúning fyrir þau. Þannig að það er spennandi og skemmtilegt haust í vændum með skóla, vinnu, fjölskyldu, áhugamálum og síðast en ekki síst hreyfingu!

Talandi um hreyfingu…hlaupahópurinn Flandri er alveg að gera sig fyrir mig! Það er enginn smá munur að mæta með öðru fólki og hreyfa sig með einhverjum. Mættum reyndar aðeins of seint í gær þannig að við misstum af hinum (vorum 3 frá Hvanneyri) en tókum bara nokkra hringi á vellinum í staðinn. Fyrir viku síðan vorum við líka á vellinum og ég tók tímann á kílómetranum hjá mér, þ.e. hvað ég var lengi að hlaupa einn km. Ég ætla nú ekkert að segja nákvæmlega tímann en í gær bætti ég mig um heilar 10 sekúntur! Ákvað bara að vera ánægð með það þar sem ég missti af æfingunum tveimur þarna á milli þessara mánudaga.  Svo á að fara að hafa svona tímatökuhlaup þriðja fimmtudag í mánuði þar sem maður kemur til með að keppa bara við sjálfan sig og hafa gaman af! Hlakka til að sjá bætinguna hjá mér í vetur!

En jæja…líklega nóg komið í þessari færslu…skrifa meir síðar!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s