Bloggstuð!

Jamms…það er bara þvílíkt bloggstuð á minni núna, bara bloggað á hverjum degi eins og manni sé borgað fyrir það! 😉 En nei, það er nú ekki svo gott. Væri samt gaman að vera í launaðri vinnu við að blogga um það sem manni dettur í hug…

Núna er rigning, rétt mótar fyrir fjöllunum hinum megin við fjörðinn. Samt notalegt veður úti. Er búin að komast að því að það er eitthvað notalegt við allar veðurgerðir og er alveg hætt að pirra mig á slæmu veðri. Nenni því bara ekki. Ætla frekar að reyna að finna jákvæðu hliðina á öllum hlutum, þar með talið veðrinu.

Svo smá mont áður en ég gleymi því 😉 Náði þeim áfanga í gær að hlaupa (ok….skokka mjög rólega) samfleytt í 20 mínútur 😀 Hlaupaæfing í gær í yndislegu veðri og ég setti mér það markmið að skokka allan tímann þangað til að ég ætti að snúa við og það tókst! Næsta hlaupaæfing á morgun, mögulega verður veðrið ekki alveg jafn fínt og flott en það verður samt mætt á hlaupaæfingu! Ætlum svo að bruna í bæinn eftir æfinguna þar sem litla gorminn minn vantar sárlega buxur og stóra gorminn sokkabuxur. Aldrei að vita nema maður kíki eitthvert í heimsókn 🙂

Jæja…búið í bili…þurfti bara aðeins að monta mig 😀

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s