Loksins!!

Jamms…á hlaupaæfingu í gær náði ég loksins þeim stóra áfanga að hlaupa allan tímann!! Skokkaði reyndar mjög hægt, en það er nægur tími til að ná hraðanum seinna. Lagði upp með það í upphafi að skokka allan tímann aðra leiðina (sem sagt í 20 mínútur) en þegar ég var nýsnúin við mætti ég hlaupafélaga sem ég hef ekki séð síðan á fyrstu æfingunni. Þegar við mættumst segir hún við mig: „Rosalega hefur þú tekið miklum framförum, þú ert ekkert smá dugleg!“ Ég þakkaði bara kærlega fyrir og þetta hrós kveikti nægilega mikið í mér til að hlaupa alla leiðina til baka. Þannig að ef einhver les þetta þá sjáið þið hvað eitt lítið hrós getur gert mikið fyrir manneskju 🙂 Um að gera að vera dugleg að hrósa öðrum, kostar akkúrat ekkert en gefur svoooo mikið 🙂

Annars er bara brjálað að gera í vinnunum, skóla og við það að húsmæðrast. Aðallega mikið að gera í tölvuvinnunni heima en á móti kemur að það er ekki mikið að gera á heilsugæslunni þannig að ég get notað þann tíma til að læra (svona þegar ég er ekki að blogga 😉 ).

Held að ég hafi verið búin að segja frá því að við hjónakornin breyttum í herbergi strákanna um helgina. Í nótt dreymdi mig svo að maðurinn minn hefði verið búinn að breyta öllu til baka og þegar ég spurði hann af hverju hann hefði gert þetta, þá svaraði hann „bíddu…var eitthvað að þessu“? Oh…ég varð pínu pirruð í draumnum, en voðalega fegin þegar ég vaknaði og sá að herbergið var eins og eftir breytingu! 😉 Það sem maður getur verið ruglaður!

En jæja..nóg í bili. Ætla að fara að læra smá 🙂

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Loksins!!

  1. Já eitt lítið hrós gerir ótrúlega mikið, það segir þú satt!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s