Smáfréttir

Hlaupaæfing í gær. Gat nú ekki alveg hlaupið alla leið, enda hljóp ég aðeins hraðar en síðast, komst alla leið upp að Húsasmiðju og til baka sem er það lengsta sem ég hef hlaupið hingað til. Mér var sagt að það væru ca 5 km fram og til baka. Reikna með að hafa verið svona ca 40 – 45 mínútur að þessu, tók nú ekki nákvæmlega tímann. Á maður þá ekki bara að setja sér markmið, að komast 5 km á 30 mínútum í lok vetrar? Held að það ætti að vera raunhæft, er það ekki? Get fylgst með árangrinum í svokölluðum Flandrasprettum en það eru tímamæld hlaup sem verða þriðja fimmtudag í mánuði í vetur. Síðasta hlaupið skráð í lok mars þannig að það gefur mér 6 skipti til að bæta mig 😉

Annars fátt og lítið að frétta. Ætla að reyna að stefna að því að prjóna sem flestar jólagjafir þannig að ég þarf að halda ágætlega á spöðunum til að það gangi upp. En það er að minnsta kosti planið 😉

Hlaupaæfing á morgun, þá er hlaupið aðeins lengra en venjulega, ca klukkutíma hlaup, en ég lifði það af síðasta laugardag og hlýt að gera það líka á morgun…stefnt á sund og samveru með góðri vinkonu eftir hlaupin ásamt drengjunum. Sem sagt, skemmtileg helgi framundan.

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s