Helgin…

…er barasta búin að vera fín hingað til og mun halda því áfram í dag!

Í gær var Flandrahlaupadagur. Fórum út fyrir Borgarnes og hlupum þar hring sem er 6,5 km. Ég náði að halda mér á skokki allan tímann, ja, nema ca 50 metra en það var eftir að ég var búin að fara upp kvikindislega bratta brekku sem tók svolítið á. Skokkaði þetta á 50 mínútum sem er tími sem ég ætla að bæta eftir því sem líður á veturinn…vona bara að hann verði snjóléttur 😀 Miðað við markmiðið mitt þá ætti ég að komast þessa vegalengd á 39 mínútum í vor. En þetta er ótrúlega gaman og ég hefði aldrei trúað hversu mikið það togar í mann og hvetur mann áfram að vera í hlaupahóp!

En já…eftir hlaupin í gær fórum við drengirnir í sund með Siggu Júllu og fjölskyldu, lágum þar í bleyti í ca 2 tíma, fórum svo heim til þeirra og fengum okkur að borða. Brunuðum svo heim með viðkomu í Bónus og bakaríinu. Restin af deginum leið svo þannig að drengirnir voru í tölvunni (enda tölvudagurinn þeirra) og ég sat og byrjaði að prjóna jólagjöf 🙂 Sem sagt frábær dagur! Mér fannst alveg hreint ótrúlegt að það skyldi ennþá bara vera laugardagur þegar ég fór að sofa í gærkvöldi þar sem að mér fannst ég eitthvað hafa gert svo mikið og það var svo gaman!

Í dag er stefnan sett á barnaafmæli (eða ok…unglingaafmæli) og svo endurheimtum við heimilisföðurinn og heimasætuna sem eyddu helginni í sitt hvorum landshlutanum. Heimasætan hjá pabba sínum í Reykjavík og heimilisfaðirinn á Blönduósi að slátra. Hlakka til að sjá þau í kvöld 🙂 Mun halda áfram að prjóna í dag og líka læra pínu 🙂

Lífið er ljúft!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Helgin…

  1. haha já ég hugsaði það sama á laugardagskvöldið, vá! Takk fyrir samveruna 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s