Síðan síðast…

Var að pæla í því í vikunni hvort að wordpress hefði barasta lokað á mig þar sem ég komst aldrei inn á bloggið í vinnunni eins og yfirleitt áður. Prófaði svo hérna heima og þá var ekkert mál að komast inn 🙂 Þannig að það er greinilega ekki hægt að skrá sig inn í vinnunni. Þá veit maður það 🙂

Annars er þetta hlaupadæmi heldur betur búið að vinda upp á sig. Eins og sumir vita þá er október svokallaður Meistaramánuður og fólk setur sér ýmis konar markmið til að bæta úr því sem það telur sig þurfa að bæta úr. Að áeggjan góðrar vinkonu þá ákvað ég að hafa svokallaðan sykurlausan meistaramánuð. Ég mun sem sagt ekki neyta sykurs næsta mánuðinn. Fyrstu dagarnir hafa gengið alveg ágætlega, byrjaði reyndar ekki fyrr en um miðjan dag 2. okt, en eftir það hef ég verið sykurlaus. Notað döðlur til að slökkva nammilöngun og ekki borðað sætabrauð eða kökur. Ég ætla að sleppa gosi líka, nema hvað ég má drekka kristal, samt ekki kristal plús. Svo náttúrulega verða hlaupin á sínum stað þannig að ég vænti þess að vömbin framan á mér verði búin að minnka aðeins í lok mánaðar.

Þvottavélin okkar (þessi nýja sem við keyptum í sumar) ákvað upp á sitt einsdæmi að hætta að losa vatnið fyrir nokkru síðan. Eftir endalausar tilraunir til að laga þetta fórum við með hana á sjúkrahús (Vírnet) í Borgarnesi. Skemmst frá því að segja að sökudólgurinn var pínupínupínu lítill steinn sem hafði komist í dæluna! Fegin að þetta var ekki meir en það.

Núna er húsið fullt af börnum, nánar tiltekið 7 talsins og á ég bara 3 þeirra 😉 3 vinir eldri gorms í heimsókn og svo er tengdadóttirin hjá yngri syninum og ætlar að fá að gista í nótt á meðan foreldrar hennar eru á árshátíð. Unglingurinn er svo bara inni í herbergi og hefur það gott eins og unglinga er siður. Kallinn stunginn af á karlakvöld í bænum, fer svo heim með bróður sínum í kvöld og smalar hjá honum á morgun. Þannig að ég á ekki eftir að sjá hann fyrr en seinnipartinn á morgun. Verð því að sleppa hlaupaæfingu en fer bara með yngri soninn og tengdadótturina í íþróttahúsið þar sem verða leikir og svoleiðis fyrir þeirra aldur.

Ætlaði sko annars að skrifa eitthvað rosalega sniðugt á bloggið sem ég mundi alltaf þegar ég komst ekki inn á síðuna, en ég man það kannski seinna 😉

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Síðan síðast…

  1. Var einmitt að velta því fyrir mér af hverju þú varst ekki á laugardagsæfingunni en skýringin er komin……

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s