Einbeitingarörðugleikar…

Á að vera að lesa fyrir próf en einbeitingin flaug út um gluggann og það er svo hvasst úti að ég hef bara hreinlega ekki séð hana eftir það…ætli hún sé bara ekki fokin eitthvert (ætlaði að vera voðalega gáfuleg og setja einhvern stað sem er undan vindi þessa mínútuna, en komst svo að því að ég veit ekki hvaðan vindurinn blæs í augnablikinu).

Rak y-litningana að heiman eftir að ég kom úr Flandrahlaupi (með smá viðkomu í pottinum á eftir) og brugðu þeir sér til Reykjavíkur í heimsókn. Ég ætlaði á meðan að vera rosalega dugleg að læra en það sveif svo rosalega á mig þreyta með blöndu af hausverk að ég lagði mig í smá stund. Seinna komst ég að því að hausverkurinn var ekkert annað en kaffifráhvörf svo það var auðvelt að leysa það. Gat nú samt aðeins komið mér að verki með námið, spurning hvað situr eftir í prófinu á mánudaginn. Er búin að ákveða það að þetta geri ég sem sagt ekki aftur. Þ.e. að frumlesa efnið helgina fyrir próf. Ekki góð hugmynd. Ætla því að prenta út næstu 3 kafla (sem verða til prófs eftir 3 vikur) og byrja strax að lesa. Haldið þið að ég eigi eftir að standa við það??? Kemur í ljós..þið fáið örugglega að vita af því 😉 Er einmitt að hugsa það núna að ég þarf að skipuleggja mig betur varðandi lærdóminn, sérstaklega í tveimur fögum. Þriðja fagið er svolítið skrítið…það er svona eins og kennarinn setji bara inn verkefni eftir minni, virkar voðalega ómarkvisst eitthvað.

Fyrsti Flandraspretturinn er svo á fimmtudaginn. Við prufukeyrðum þennan 5 km hring síðastliðinn fimmtudag og laumaðist einn til að taka tímann. Ég náði að hlaupa 5 km á 36,05 mínútum sem gefur mér smá trú á að ég nái að hlaupa þessa vegalengd á eða undir 30 mínútum í vor. Held samt að ég nái nú lítið að bæta mig á þessari viku sem líður á milli, en stefni að því að vera búin að bæta mig eitthvað í Flandrasprettinum í nóvember.

En…nóg af þessu bulli…best að fara að koma sér að verki og læra smá 🙂

 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

3var við Einbeitingarörðugleikar…

  1. Skondið, ég er búin að vera svo sloj eitthvað að ég ákvað að sleppa kaffinu í dag og veistu ég sakna þess ekkert!

  2. Elin færeyska sagði:

    Og geturðu hlaupið 5 km í einu án þess að stoppa eða labba smá spöl með?? Mögnuð, möööögnuð!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s