Pirringur og Pollýanna

Ætlaði að skrifa eitthvað voðalega inspírerað og sniðugt í byrjun bloggs en er eitthvað hálf heiladauð þessa stundina. Líklega bara þreytt. 

Fór á hlaupaæfingu áðan en þurfti að hætta í miðju kafi þar sem ég var að drepast úr beinhimnubólgu (sjálfssjúkdómsgreining). Var verri en nokkru sinni áður og ákvað bara að hætta eins og áður sagði. Er búin að bölva þessu á facebook og fá fullt af ráðleggingum sem ég ætla að fara eftir og athuga hvort þetta lagist ekki.

Kom svo heim og tók smá pirringskast á meðan ég var að elda matinn. Var illt í fótunum, ca frá ökkla og upp úr, svöng, á að skila verkefni á föstudaginn sem ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að gera, mikið að gera í Orkuhússvinnunni og þar að auki álagstími hjá eiginmanninum þannig að hann getur voðalega lítið gert til að aðstoða mig. Tek það fram að ég var hins vegar alls ekki pirruð út í hann 😉 Svo langar mig ekkert meira en að hafa tíma til að taka almennilega til á heimilinu, grynnka all harkalega í dótahrúgu sona minna, græja bílskúrinn svo hann sé „húsum hæfur“, geymsluna líka og ég veit ekki hvað og hvað! En…svo ég fari nú yfir í Pollýönnuna, þá er rólegt í heilsugæsluvinnunni, þar af leiðandi tími til að læra þar. Þarf að skipuleggja mig örlítið (ok, frekar mikið) og þar af leiðandi fara eftir skipulaginu, læra á kvöldin í stað þess að gleyma mér yfir sjónvarpinu, og varðandi tiltektina…ok, þetta nám verður (vonandi) búið vorið 2014 og þá hef ég meiri tíma til að gera það sem mig langar. Þannig að staðan í dag er mjög tímabundið ástand sem tekur þar af leiðandi enda einhverntímann en ef ég sinni því ekki almennilega þá gæti það hins vegar tekið lengri tíma. Eins og sagt var í hinu fornkveðna: Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og meiri tíma 😀 Þarf bara að virkja þolinmæðina og skipulagshæfnina. Er sannfærð um að hvoru tveggja er þarna ef ég leita vel 😉

En…ætla að fara að koma mér í bælið. Þarf bara aðeins fyrst að segja frá helginni. Við fórum sem sagt suður, mamma varð 75 ára á laugardeginum og ég fór með púðursykurmarenstertu til hennar og Þorsteinn bróðir kom með stóra flotta perutertu. Svo var líka konfekt og kaffi þannig að maður gat borðað á sig mörg göt. Mamma var einstaklega vel upplögð á afmælisdaginn, grínaðist og hló og var greinilega ánægð að hafa okkur þarna. Systir hennar og mágkona komu líka og tvær vinkonur hennar úr saumaklúbbnum sem hefur verið starfandi síðan þær voru í gagnfræðaskóla! Geri aðrir betur! Þannig að maður fór heim með svona vellíðunartilfinningu í sér eftir daginn.

Á sunnudeginum var svo skottast í IKEA, auðvitað! Gengur ekki að vera komin til Reykjavíkur, jólin komin í IKEA og fara svo ekki þangað!! Keypti smá jóló en líka smá „ójóló“ 😉

En…ætla að fara í bælið svo ég verði upplögð í allt skipulagið mitt á morgun 😀

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Pirringur og Pollýanna

  1. Er þetta ekki allt að koma Magga mín?? Gaman að mamma þín skuli hafa verið svona hress í afmælinu, til hamingju með hana 😉 Hlakka til að sjá þig á æfingu mín kæra, miss jú.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s