Long tæm nó blogg!

Einhver bloggdeyfð verið yfir mér síðustu dagana…ok, vikurnar 😉 Sennilega vegna þess að það er brjálað að gera hjá mér, ég veit ekki hvar ég á að byrja svo ég geri bara ekki neitt! Ekki rétta leiðin, ég veit það, en þannig virka ég nú bara stundum, eða réttara sagt virka ekki! 😉 En það er þá bara eitthvað sem ég get lagt mig fram um að bæta, er það ekki??

Miðjugormurinn varð 7 ára á dögunum, héldum fjölskylduafmæli fyrir hann helgina áður og svo bekkjarafmæli á sjálfan afmælisdaginn. Við gáfum honum einhverja Star Wars Lego flaug en hann hafði lengi langað í einhverja svoleiðis. Var algjörlega himinlifandi þegar hann opnaði pakkann og var ekki lengi að setja hana saman. Spurði svo allt í einu „kostar svona flaug ekki rosalega mikinn pening“? 🙂

Hlaupin hafa nú ekki verið mörg né löng undanfarið. Bévítans beinhimnubólgan virðist ætla að verða þrálát, enda geri ég svo sem ekki neitt í því að laga hana nema að hvíla…hef mætt á ca tvær hlaupaæfingar og getað aðeins hlaupið, kom mér reyndar á óvart hvað mér fannst „auðvelt“ að hlaupa, hélt að ég myndi verða móð og másandi en þetta var bara furðu létt. Ákvað að vera bara starfsmaður í síðasta Flandraspretti (sem var nr. 2 í röðinni) svo ég gerði nú eitthvað. Þarf að búa mér til plan fyrir dagana, hvað ég ætla að gera og hvað ég þarf að gera áður en ég fer að gera eitthvað sem flokkast sem „hangs“ eða „slór“. Versta við það er að ég get svo illa áætlað hvað er að gera í tölvuvinnunni hérna heima, stundum er maður alveg fastur frá 2 til 6, en aðra daga er mjög rólegt eins og t.d. í dag.

Kannski bara ágætt að setja áætlunina hérna inn? Prófa a.m.k….fer svo yfir daginn og læt vita hverju ég kom í verk 😉 Skelli inn bæði laugardegi og sunnudegi.

Laugardagurinn 17. nóvember:

 Hakka kjöt og frysta, fara suður í barnaafmæli (skipta afmælisgjöfum fyrir strákana í leiðinni), tölvudagur hjá strákunum þannig að ég reikna ekki með að geta gert mikið í tölvunni. Held að þetta tvennt haldi manni nú eiginlega uppteknum allan daginn! :/ Voðalega finnst mér þetta eitthvað lítið…

Sunnudagur 18. nóvember:

Læra fyrir próf sem ég fer í á mánudaginn (krossapróf úr tveimur köflum í ensku), gera síðasta skilaverkefnið í enskuáfanganum (ef ég þarf að brjóta eitthvað upp daginn), fara í göngutúr. 

Held að þetta sé eiginlega allt sem ég ætla að gera um helgina…voðalega er þetta eitthvað lítið en samt tímafrek verkefni. Gríp kannski í prjóna ef ég hef lausa stund eða verð heiladauð af próflestri 😉

Jæja…ætla að koma mér í bælið…verður gaman að sjá hvort ég stend við stóru orðin og geri þetta allt 😉 

Góða nótt!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Long tæm nó blogg!

  1. Bíð spennt – virkaði þetta?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s