Hey!

Þetta virkaði! 😀 Á laugardaginn hökkuðum við kjöt og  fórum í afmæli og á sunnudaginn lærði ég (reyndar ekki eins mikið og ég ætlaði en samt svolítið), fór reyndar ekki í göngutúr en kláraði skilaverkefnið. Planið fyrir daginn í dag hefði hljómað einhvernveginn svona:

Mánudagur 19. nóv:

Vinna (9-13)…tékk, vinna 13:15-18 (tékk), læra rest fyrir próf (á það eftir), taka krossapróf úr 8. kafla (tékk), taka krossapróf úr 9. kafla…á það eftir en verð að klára það fyrir miðnætti. Mun geta tékkað við allt saman kl. 24:00 😉

Annars var alveg ljómandi gaman í þessu afmæli sem við fórum í um helgina. Skutumst í Toys´r´us til að kaupa afmælisgjöf og skipta afmælisgjöfum sem drengirnir höfðu fengið um daginn. Það varð einn allsherjar valkvíði úr því, sérstaklega fyrir þann yngri sem flakkaði á milli enda á lego-rekkanum og tókst að lokum að velja sér legodót í staðinn fyrir það sem var skilað. 🙂

Karlarnir mínir þrír fóru svo að heiman á sunnudaginn svo ég fengi frið til að læra. Ég kveikti á kertum, stillti á létt-bylgjuna (til að hafa jólalögin í bakgrunninum, auðvitað) og lærði alveg slatta. Ljómandi ljúft, alveg hreint. Kláraði síðan einn vettling í gærkvöldi og byrjaði á leyniverkefni :p

Jæja…ætla að koma eldri drengnum í bælið og svo tekur lærdómur og próftaka við. Planið fyrir morgundaginn hljómar einhvernveginn svona:

Þriðjudagur 20. nóvember:

Vinna (9-13), vinna (14-?), gera tvö verkefni í ritvinnslu og skila öðru þeirra, prjóna eitthvað. 

Þetta opinbera verkbókhald er sem sagt þvílíkt að virka (þangað til ég gleymi að blogga um þetta eða nenni ekki að fara eftir því) :p

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s