Blogg, já…

Rúmlega mánuður síðan síðast…þetta náttúrulega bara gengur ekki! 😉

Prófin gengu vel, er bara sátt. Búin að skrá mig í 2 áfanga á vorönninni sem eru framhald af tveimur áföngum sem ég var í á síðustu önn. Ekki nema 4 einingar þannig að þetta verða rólegheit. Og held meira að segja að annar áfanginn sé próflaus 🙂 Eintóm sæla!

Jólin gengu bara ljómandi vel fyrir sig. Var reyndar ekki alveg jafn skipulögð og mig langaði til en er nú svo sem ekki þekkt fyrir að vera sú skipulagðasta í heimi þannig að það kom ekkert á óvart þar. 😉 En þetta reddaðist allt fyrir rest, jólin komu og voru mjög svo ánægjuleg þrátt fyrir að allt hafi ekki verið svona „Ajax-glansandi“ af hreinlæti, svona eins og í auglýsingunum. Kannski einmitt þess vegna…hver veit.

Vorum fyrir sunnan hjá mágkonu minni með eiginlega allri tengdafjölskyldunni, voðalega notalegt og gott að vera þar. Gott að geta bara horft á alla hina skjóta upp flugeldum. Styrktum nefnilega björgunarsveitirnar með jólatréskaupum þetta árið. Ca 3 metra fura (mig langaði í stórt tré og fékk heldur betur óskina uppfyllta…note to self: 2 metrar er alveg yfirdrifið nóg! 😉 ) prýddi hér stofuna í svona ca tvær og hálfa viku. Stofan er líka alveg endalaust stór núna þegar blessuð hríslan er farin úr henni 🙂

Árið 2013 byrjaði bara ljómandi vel. Ákvað að vera dugleg að mæta á hlaupaæfingar þar sem ég hafði ekkert hlaupið neitt frá því í lok október vegna bévítans beinhimnubólgunnar. Hvíldi sem sagt vel í rúma 2 mánuði og fann ekkert fyrir henni á fyrstu tveimur hlaupaæfingunum. Á þriðju hlaupaæfingunni var farið í sprettæfingar og ég náttúrulega spretti úr spori inn á milli (svona á minn mælikvarða) og fann þar af leiðandi aðeins fyrir í löppunum eftir það. Varð samferða mér reyndari hlaupakonu á fimmtudagsæfingunni og hljóp líklega ca 2,5 km. Labbaði meirihluta leiðarinnar til baka þar sem að ég var farin að finna verulega til í löppunum, skokkaði þó inn á milli. Tók því svo rólega á laugardeginum og skokkaði Flandrasprettsleiðina í rólegheitunum, þ.e. aðra leiðina, labbaði mikið til alla leið til baka. Þannig að vorið hljóðar upp á rólegheitahreyfingu, til að reyna að vinna á móti beinhimnubólgunni. Finn reyndar að mér má ekki verða kalt á fótunum, þá „fæ ég í beinin“ eins og gamla fólkið 😉 Og ég sem á enn langt í fertugt!! 😉

Er farin að setja mér markmið fyrir nýja árið:

Hlaupamarkmið:
Mæta á (helst) allar Flandraæfingar. Læt hins vegar Flandraspretti eiga sig a.m.k. til að byrja með.
Hlaupa 10 km í Mývatnsmaraþoninu 1. júní ásamt fleiri Flandrafélögum (vonandi)
Hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og bæta tímann frá því 1. júní
Taka þátt í Hamingjuhlaupi á Hólmavík eða Brákarhlaupi í Borgarnesi (er á sama degi, 29. júní).
Taka þátt í Kvennahlaupinu á Hvanneyri í sumar.
Hlaupa 5 km á 30 mínútum (eða minna).

Námsmarkmið:

Halda mig fyrir ofan einkunnamarkmiðslínuna sem ég setti mér í upphafi námsins (ætla ekki að opinbera hver hún er, en það hefur tekist í öllum fögum nema einu).

En jæja…meir af markmiðum síðar…þarf að sækja á leikskólann núna og halda áfram að vinna 😉

 

 

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

2var við Blogg, já…

  1. Flott markmið hjá þér Margrét 🙂

  2. Elin sagði:

    Dugnaður í þér, glæsilegt markmið! Gaman að lesa bloggið þitt, góður penni. Kveðja Elin hin færeyska 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s