Aðhald

Jæja, eftir þó nokkuð blogghlé þá er ég byrjuð aftur. Svo sem ekkert merkilegt gerst síðan síðast (man ekki einu sinni hvenær það var) nema hvað að ég ákvað að standa við eitt markmið ársins 2013 og það er að hlaupa 10 km í Mývatnsmaraþoninu þann 1. júní. Ég er sem sagt búin að skrá mig og nú taka við þrotlausar **hóst hóst** æfingar út maí. Mér var bent á 6 vikna hlaupaprógramm sem er undirbúningur fyrir 10 km hlaup og er hægt að miða æfingarnar út frá hvaða tíma maður stefnir að því að hlaupa á. Segi nú bara fyrir mitt leyti að ég verð sátt ef ég næ þessu á undir 1,5 klst, þá get ég líka stefnt að öðru markmiði sem tengist þessu og það er að bæta 10 km tímann í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst 😉 Stefni að því að skrá mig í það á næstu dögum þannig að það er allt að gerast. 

Ég fór á hlaupaæfingu í fyrradag, hljóp með tveimur vinkonum og þar sem þær höfðu vit á því að hlaupa hægt þá gerði ég það líka. Hefði a.m.k. hlaupið mun hraðar hefði ég verið ein. En það er víst gott að byrja rólega þannig að ég ákvað að gera það bara. Mætti ekki á hlaupaæfingu í dag, eiginmaðurinn í sauðfjárskoðunarferð í dag og ég er enn ekki það staðföst að ég sé ekki dugleg að finna afsakanir fyrir að fara ekki á æfingar. Fer svo á fund á mánudaginn þannig að ég kemst heldur ekki á æfingu þá. Þá er bara að hlaupa í kvöld eða á morgun, en ég reyndar eyði morgundeginum í Reykjavíkinni, veit ekki alveg hvað ég verð lengi þar. Hjúkrunarheimilið sem mamma er á er að flytja í nýtt húsnæði og starfsfólk bað aðstandendur vistmanna um að vera extra mikið hjá þeim fyrstu vikuna eftir flutninga eða svo. Pabbi verður reyndar þarna líka, en um að gera að létta aðeins undir með honum. En já…það var þetta með hlaupin 😉 Eins og þið sjáið þá er ég með afsakanir á reiðum höndum 😉 En…ég skal fara út að hlaupa um helgina hvað sem tautar og raular. Og hananú!! 🙂

En jæja…þarf að fara að gera eitthvað af viti, þannig að ég ætla að hætta þessu blaðri mínu…Mun hins vegar nota þetta blogg sem aðhald og svoleiðis þangað til hlaupi lýkur og svo auðvitað í framhaldinu..það koma nefnilega alltaf ný hlaup!! 😀

Þangað til næst…

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s