Að standa við stóru orðin…

…gengur nú ekkert allt of vel hjá mér…hljóp ekkert um helgina og þurfti svo að fara á fund í dag akkúrat á hlaupaæfingatíma, þannig að ekki hljóp ég þá heldur. En…þetta kemur. Átti annars bara þrælgóða helgi. Var heima með börnunum mínum á laugardaginn af því að eiginmaðurinn fór í rolluskoðunarferð eins og kom fram í síðasta pósti. Á sunnudeginum fór ég svo suður til að hjálpa til við aðlögun mömmu við nýtt hjúkrunarheimili. Ekki það að hún hafi þannig séð verið að fara á nýtt heimili, en þau voru að flytja í nýtt húsnæði sem er alveg rosalega flott. Tók upp úr töskunni hennar og raðaði inn í fataskápinn, spjallaði við hana og sat svo bara hjá henni og naut samverunnar. 

Dagarnir líða bara annars einn af öðrum. Er svolítið að berja sjálfa mig niður af því að ég kem svo fáu í verk sem ég ætti að gera…letin hefur allt of oft yfirhöndina og heimilið, lærdómur og svoleiðis situr allt of oft á hakanum….og hlaupin. Það fyndna við það er að ég finn að ef ég væri ekki á þunglyndislyfjunum þá væri ég skelfilega langt niðri núna. Ef ég reyni eitthvað að lýsa þessu þá finn ég svona vanlíðan í „hjartanu“ en lyfin gera það að verkum að ég get verið hress og kát alls staðar og við alla og ég dett ekki niður út á við. Ferlega furðulegt og ég eiginlega veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu öðruvísi. Finn fyrir að mér líði illa en næ ekki að velta mér upp úr því eða bregðast við því á „eðlilegan“ hátt að mér líði þannig. Og mér finnst það í rauninni frábært, þ.e. allra vegna, það á nefnilega enginn skilið að ég komi fram við þá eins og ég geri eins og ég var þegar ég var upp á mitt versta, ekki einu sinni ég! En nú er ég komin í hring og ætla að fara að gera eitthvað sniðugt 🙂 Hætta í tölvunni og fara að undirbúa drengina fyrir háttinn og svoleiðis 🙂

Meira síðar!!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s