Herðing á sperrum

Jæja, fór á hlaupaæfingu á fimmtudaginn (í gær) sem var alveg svakalega gott. Skemmst frá því að segja að ég var svo „plötuð“ (þurfti nú ekki mikið að snúa upp á handlegginn á mér) á einhverskonar styrktaræfingu, ekki til að styrkja neitt málefni heldur skrokkinn á manni 😉 Frír prufutími og alles þannig að ég ákvað að prófa svona að gamni mínu. Skemmst frá því að segja að þetta var svona líka ofboðslega gaman og skemmtilegt og gott og ég bara veit ekki hvað þannig að næst á dagskrá er að fara í þessa tíma tvisvar í viku út maí, en þá hættir þetta námskeið. Vonandi verður það bara aftur næsta haust því það er víst ógurlega gott að styrkja líkamann eitthvað svona aukalega þegar maður er að hlaupa. 🙂 En já…er frekar stirð í skrokknum og finn til í alls konar vöðvum sem ég hef ekki notað lengi af neinu viti, eins og vísað er í í fyrirsögninni.

Hef svo líka verið hrikalega dugleg að borða grænmeti og ávexti þannig að þetta er allt á réttri leið. Datt reyndar í súkkulaði í hádeginu í vinnunni, en ég er búin að ákveða það að ætla ekki að forðast nammiát eins og heitan eldinn. Frekar að fá mér bara minna í einu þegar ég fæ mér 🙂

Svo ákvað ég að prófa að fara í nýju sælkerabúðina í Borgarnesi…finnst það ágætis nafn á hana, ekki hægt að kalla þetta fiskbúð þar sem þau eru líka með kjöt á boðstólum þannig að ég kalla þetta sælkerabúð. Keypti fiskrétt þarna sem þurfti bara að henda í ofn í 15-20 mínútur og voila! Maturinn tilbúinn! Bragðaðist líka svona ljómandi vel og hef ég ákveðið að versla fisk þarna um það bil einu sinni í viku.

Í dag gerði ég svo eitthvað sem er alveg þvert á mína sannfæringu en ég bara varð. Málið er nefnilega það að ég lofaði sjálfri mér að ég skyldi alltaf versla mér lopa og svoleiðis í þar til gerðum handavinnubúðum og ekki versla svoleiðis í neinum stórmörkuðum. Hef staðið við það þangað til í dag. Það er nefnilega 30% afsláttur af lopa (léttlopa, álafosslopa og kambgarni) í Nettó í Borgarnesi í dag og ég bara gat ekki sleppt því að kaupa slatta af alls konar litum. 179 krónur dokkan…það er ekki mikið. Minnir að hún kosti 249 krónur venjulega. Þannig að ég á orðið helling af léttlopa í alls konar litum. Var nú reyndar skynsöm og keypti slatta af hvítu, hærusvörtu og gráum og svo líka ofboðslega fallega dökkmórauðum. Hlakka til að prjóna úr þessu öllu.

En jæja…nóg komið af bloggi í bili. Þangað til næst

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s