Gleðilegt sumar :)

Jæja, þá er sumardagurinn fyrsti runninn upp í öllu sínu veldi, og bara allt gott um það að segja. Ágætlega sumarlegt gluggaveður úti þannig að maður bara nýtur þess að horfa út um gluggann í augnablikinu. Hlaupaæfing seinnipartinn og þá athugar maður á eigin skinni hvernig viðrar.

Fátt og lítið að frétta síðan síðast. Fór á hlaupanámskeið síðustu helgi sem var alveg hreint rosalega gott!! Maður lærði heilmikið á þessu sem getur nýst manni með áframhaldið, aðallega það að maður verður að vera þolinmóður og skynsamur þegar kemur að hlaupum. Ekki alveg mínar sterkustu hliðar en það hlýtur að koma 😉 Það voru svo verklegar æfingar í lok námskeiðsins og þótt þær væru mjög einfaldar þá tóku þær sko á og maður var eins og nírætt gamalmenni næstu dagana á eftir. Beinhimnubólgan reyndar aðeins farin að láta á sér kræla aftur (nú fer að verða spurning um göngu/hlaupagreiningu) þannig að ég þarf að taka því rólega. Finnst ég samt eiginlega ekki geta það þar sem að ég er að fara að taka þátt í 10 km hlaupi á Mývatni 1. júní. En ég hef tekið þá ákvörðun að taka því bara rólega þá, ekki að vera að stressa mig á að ná einhverjum tíma þar sem að þetta er fyrsta almenningshlaupið sem ég tek þátt í. Ætla að hlaupa þegar ég get og labba inn á milli og er  í raun bara sátt með hvaða tíma sem er. Hins vegar ætla ég að vera dugleg í sumar og stefna að því að bæta 10 km tímann í Reykjavíkurmaraþoninu. Einhver almenningshlaup verða þarna á milli, fer í Kvennahlaupið 8. júní (5 km), Jónsmessuhlaupið 23. júní (held ég, líka 5 km) og svo einhver hlaup í júlí og byrjun ágúst. En já já..þetta fer allt saman einhvernveginn.

En…ætlaði bara að láta vita að ég væri með lífsmarki 😉 Best að fara að sumrast eitthvað 😉

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s