Breytt plön…og líklega breytt markmið þá?

Þarf eitthvað aðeins að hugsa þetta. Kemst sem sagt ekki í Mývatnsmaraþonið vegna jarðarfarar. Ætlaði þá að nota plan B sem datt upp í hendurnar á mér og hlaupa 10 km í Heilsuhlaupi krabbameinsfélagsins á fimmtudaginn, en þá er akkúrat árshátíð grunnskólans hérna á eyrinni þannig að ég ætla að setja barnið mitt í forgang. Þá er bara að virkja plan C (sem mér bara datt í hug núna áðan) og það er að hlaupa 10 km í Miðnæturhlaupinu þann 24. júní…þá hef ég 2 mánuði eftir það til að æfa þannig að ég geti bætt tímann minn í 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu. Er þetta ekki bara ágætt plan? Held það…ætlaði hvort eð er að fara í Miðnæturhlaupið og hlaupa 5 km en þar sem 10 km hlaupin mín í þessari viku hafa þann tendens að verða fyrir einhverju ónæði þá geri ég þetta bara svona í staðinn. Er meira að segja í sumarfríi þessa vikuna þannig að það er ekki eins og ég þurfi að vakna til vinnu á þriðjudeginum! 😀 Bara snilld! Sem sagt plönin breytast en ekki markmiðin 🙂

En já…hreyfing frá því síðast…
23. maí: 4,8 km (hlaup/labb)
26. maí: 4,5 km (hlaup/labb)
27. maí: 4,5 km (hlaup/labb)

Planið er sem sagt svona:
Mæta á Flandraæfingar x3 í viku og fylgja byrjendaprógramminu frá hlaup.is.
Hlaupa 4,5 km í Kvennahlaupinu 8. júní
Hlaupa 10 km í Miðnæturhlaupinu 24. júní
Hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu 24. ágúst
Flandraæfingar og einhver hlaup á milli 24. júní og 24. ágúst. 

Held þetta sé bara alveg hreint ágætt plan 🙂 Ætla að fara að halda áfram að prjóna núna, fyrst ég er búin að plana svona rosalega mikið 😉

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s