Síðan síðast…

…hefur svo sem ekkert gerst í hlaupamálum…dagarnir renna svo saman hjá manni að maður man ekki alveg hvenær maður gerir hvað! Fór samt örugglega að hlaupa á sunnudaginn og hljóp Hvanneyrarhringinn. Sá á vegalengdinni að ég var að hlaupa hraðar en síðast og það var bara fínt, ofreyndi mig ekki eða neitt og þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt 😉 Svo er það bara kvennahlaupið á morgun og þá ætla ég að hlaupa 4,5 km, þ.e.a.s. eftir hlaupaprógramminu sem ég er að fylgja (minnir að það sé hlaup í 9 mínútur og labb í 1, endurtaka x3).

Hins vegar gerðist það merkilegt síðan síðast að frumburðurinn útskrifaðist úr grunnskóla! Henni gekk alveg hreint ágætlega í prófunum, var með 8 í meðaleinkunn. Finnst það bara glæsilegur árangur! Við gáfum henni hárblásara í útskriftargjöf og tengdaforeldrarnir gáfu henni sléttujárn (við ætluðum að gefa henni hvoru tveggja en tengdó var með mér þegar ég keypti þetta þannig að hún vildi líka 😉 ). Tími ekki að láta hana fá mínar græjur þegar hún fer suður í skóla, þannig að hún þurfti sitt eigið 🙂

Eldri sonurinn kláraði svo 2. bekk og gekk líka vel þar. Er samt pínu sveimhugi og þarf að taka sig á í athyglinni og einbeitingunni en fékk góða umsögn í skólanum. Spennandi að sjá hvernig þriðji bekkur gengur! Úff…hann er að byrja í 3. bekk!! Og litli gormurinn í skólahóp í leikskólanum á næsta ári…hvert fer þessi tími eiginlega???

En já…ætli það sé ekki best að fara að hvíla sig fyrir hlaupið á morgun. Stefnan er að hlaupa þetta á undir 40 mínútum sem ég held að gangi alveg. Reyni að fylgjast með tímanum og pósta svo árangrinum hér 😉

Óver and át!!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s