Jæja..þá er kvennahlaupið afstaðið þetta árið. Skoppaði 4,5 km og skv. tímaverði var ég ca 33 mínútur með þá (ekki nákvæmasta mæling í heimi). En gott að vita svona ca tímann. Skoppaði svo á æfingu í dag og var ca 32,5 mínútur með 4,8 km (líka ónákvæm mæling).
Annars er ég í sumarfríi núna, eða svona hálfpartinn. Er í fríi frá Heilsugæslunni en er að vinna 100% í Orkuhússvinnunni í staðinn. Sé samt fram á allsherjarfrídag á morgun, stefni að því að fara í gönguferð (eða skokktúr skv. hlaupaplani) og gera svo eitthvað sniðugt 🙂 Sjáum til hverjar efndirnar verða 😉
Frumburðurinn átti svo aldeilis góðan dag í dag. Fékk sumarvinnu í Edduveröld til 15. ágúst og svo var hún boðuð í AFS viðtal vegna skiptinemadvalarinnar 😀 Bara snilld! Núna bíðum við bara eftir að heyra frá FÁ, hvort hún komist inn eða ekki!! Spennó!
En, ætla að fara að hundskast í bælið! Meira síðar!