Þá er komið að því!!

Í kvöld mun ég í fyrsta skipti á ævinni (a.m.k. síðan í grunnskóla) hlaupa 10 km! Já já, skráði mig í Miðnæturhlaupið í Reykjavík og þar sem ég var búin að bíta í mig að hlaupa 2 x 10 km í sumar þá ákvað ég að núna væri kominn tími á fyrra hlaupið, svona fyrst ég komst ekki 10 km á Mývatni…sko, ég fór ekki í hlaupið á Mývatni, held ég hefði örugglega komist þetta ef ég hefði farið 😉 Mottóið mitt fyrir hlaupið í kvöld verður „Kemst þótt hægt fari“ enda stefni ég ekki á nein stórræði. Aðalatriðið er að komast þetta…jú og helst fyrir miðnætti! 

Annars dreymdi mig þvílíka vitleysu í nótt. Greinilega orðin nett stressuð fyrir hlaupið þar sem að draumurinn fjallaði mikið til um allt sem gæti klikkað eða komið fyrir! Hjartslátturinn rauk upp úr öllu valdi og ég veit ekki hvað og hvað. Var með þvílíka kvíðatilfinningu, hugsaði út í hvað ég væri eiginlega að koma mér, en þetta reddast. Ég mun komast þetta á mínum hraða, það verður einhver að vera síðastur! Stefnan er að klára þetta á 90 mínútum…vonandi tekst það! Úff…ekki hljómar þetta jákvætt og upplífgandi, er greinilega enn frekar stressuð!

Dagurinn verður sem sagt tekinn rólega, er í fríi frá Borgarnes vinnunni en er að vinna í hinni vinnunni. Legg svo af stað um hálf 8 í kvöld í nesið þaðan sem ég fæ far suður (og vonandi til baka 😉 ). Verð svo í fríi frá báðum vinnum á morgun og hinn, þannig að maður fær góðan tíma til afslöppunar 😉

Planið eftir þetta hlaup er svo að byrja á nýju hlaupaprógrammi til að æfa sig fyrir Reykjavíkurmaraþonið (aðrir 10 km þar og stefnt að bætingu á tíma). Þetta er 8 vikna prógramm sem hjálpar manni að æfa sig frá 5 og upp í 10 km. Ætti því að vera klár í slaginn í ágúst 😉 

En jæja…ætla að halda áfram að undirbúa mig andlega. 😉 Læt vita á morgun hvernig gekk. Ef einhver les þetta þá má viðkomandi hugsa voðalega fallega til mín milli kl. 22 og 23:30 í kvöld 😀

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s