Helgin…

Jamms…fór í Brákarhlaupið og hljóp 3 km á 20:13…bara þokkalega sátt við það…hef ekki hlaupið þá vegalengd áður á tíma þannig að þetta stendur bara til bóta…er það ekki bara? 🙂

Bjó til markmiðasíðu, svona meira til að halda mér við efnið og fylgjast með hverju ég hef áorkað á árinu. Skrifa svo fyrir aftan ef mér tókst að standa við markmiðið, strika yfir ef mér tókst það ekki.

Eftir Brákarhlaupið skruppum við fjölskyldan suður í heimsókn til mágs míns. Skoppuðum í sund og eftir það var okkur svo boðið upp á grillaða bleikju, veidda af gestgjafanum. Ljómandi góð alveg hreint. Í Reykjavíkurferðinni keyptum við líka 4 skópör og borguðum fyrir þau um 12.600 krónur og erum alveg ágætlega sátt við þau kaup 🙂 Það var sko svona „2 fyrir 1“ tilboð og að auki 30% afsláttur af því skópari sem maður þurfti að borga fyrir! Bara snilld…verst að ég fann enga skó á sjálfa mig… 😉

Í dag fengu bræðurnir vini í heimsókn og svo skruppum við heim til pabba og buðum honum í mat. Heyskapur í gangi og svoleiðis þannig að við ákváðum að elda bara fyrir hann svo hann þyrfti ekki að byrja á því þegar hann kæmi inn. Vorum sem sagt að koma heim og er stefnan tekin beint á bælið enda 100% Borgarnesvinna framundan næstu vikuna…

Góða nótt og bless í bili…

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s