Hlaupihlaup…

Jæja…ákvað að rifja upp gamla takta í vikunni svona í tilefni þess að það eru tvö tímatökuhlaup framundan. Annars vegar Hreppslaugarhlaupið á fimmtudaginn og hins vegar Reykjavíkurmaraþonið eftir 2 vikur. Ekki seinna vænna en að byrja að liðka sig aðeins til fyrir það. 

Hef sem sagt hlaupið þrisvar sinnum í þessari viku og alltaf stóra Hvanneyrarhringinn (4,4 km skv. mælingum á kortavef ja.is). Byrjaði á mánudeginum, ákvað að taka því rólega en reyna að skokka allan hringinn. Það tókst og mér leið bara ágætlega á leiðinni, hugsaði með mér að formið hefði nú kannski ekki farið svo langt í burtu frá mér. Hljóp sem sagt þessa um það bil 4,4 km á 33:17. Var bara sátt við tímann þar sem ég hafði ekki hlaupið í einhverjar vikur og bjóst við lengri tíma.
Á miðvikudeginum hljóp ég aftur þessa sömu leið, en ákvað nú að bæta aðeins í hraðann. Leið ekki eins vel en samt allt í lagi þannig séð…var samt farin að hægja á mér eftir því sem leið á hringinn. Náði samt að bæta tímann og hljóp á 31:44. Bæting upp á ca 1,5 mínútur sem ég er bara alveg ágætlega sátt við. 
Í dag hljóp ég svo í þriðja sinn í þessari viku. Sama leiðin, byrjaði kannski í hraðara lagi en ákvað svo að taka skynsemina á þetta og hlaupa  bara rólega í dag. Hef greinilega samt hlaupið hraðar en ég ætlaði þar sem að ég varð frekar uppgefin frekar fljótt. :/ Labbaði meira að segja nokkra metra. *roðn* Þeir voru reyndar ekki margir. Tíminn í lokin var 31:51 og var ég bara ágætlega sátt við það þar sem mér fannst ég frekar búin á því. Markmiðið var þar að auki ekki að bæta tímann frá því síðast, heldur bara fara út að hlaupa. Er búin að komast að því núna að það er betra að hlaupa í smá vindi og skýjuðu heldur en eins og var í dag, 16° og sól á köflum og næstum enginn vindur.

Stefni svo að því að hlaupa aðeins á morgun og þriðjudaginn, hvíla vel á miðvikudag og hlaupa svo 7 km í Hreppslaugarhlaupinu á fimmtudaginn 🙂 

Annars lítið búið að gerast síðan síðast. Tíminn hefur flogið áfram í sumar, ágúst að verða hálfnaður og frumburðurinn að fara að flytja að heiman eftir 8 daga!!! GISP eins og Andrés önd komst svo vel að orði þarna um árið. Veit ekki alveg hvor okkar er spenntari, ég eða hún 😉 

En jæja…ætla að fara að gera eitthvað af viti…hvað það er er ég ekki alveg búin að ákveða, en það verður örugglega eitthvað hrikalega sniðugt 😉

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s