Ótrúlegt en satt….

Það stóðst sem sagt sem ég sagði í síðasta bloggi, að blogga aftur fyrir áramót! 🙂 Kannski er þetta eitt af þessum jólakraftaverkum? 😉 

Við höfðum það annars bara fínt um jólin. Börnin ánægð með sínar gjafir og við fullorðna fólkið himinlifandi með okkar gjafir. Gæti ekki verið betra…

Nýja árið handan við hornið og ég búin að skrá mig í „100 days of miles“ áskorun sem er sem sagt að hlaupa 100 mílur á árinu 2014. Það verður ekki mikið vandamál svo framarlega sem maður kemur sér af stað! Ætla að byrja spræk á nýársdag að hlaupa aftur, vonandi verð ég búin að læra eitthvað á nýju græjuna mína þá og vona líka að hlaupabuxurnar verði ekki orðnar of litlar eftir allt átið um jólin! 😉 Það verður þá bara takmark að komast í þær aftur. Maður býr ekki til vandamál úr því sem ekki er vandamál! Auk þess ætla ég í nokkur önnur hlaup á árinu, sem tekst vonandi. Markmið fyrir 2014 komin inn á síðuna, á vonandi eftir að bæta við eftir því sem mér dettur meira í hug!

Margt spennandi að gerast á nýju ári…flutningar, nýr starfsvettvangur að hluta til, klára vonandi námið mitt í vor og hlakka þar af leiðandi til lærdómslauss hausts, að minnsta kosti verð ég ekki með nefið ofan í námsbókum. Mun samt vonandi læra heilmikið annað enda ekki vanþörf á.

En jæja…býst ekki við að blogga aftur fyrr en á næsta ári! Gleðilegt ár dúllurnar mínar og megi það verða okkur öllum sem farsælast!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s