Up and running…

…a.m.k. í dag 😉 Skoppaði á hlaupaæfingu, náttúrulega með nýjustu græjur á mér. Er búin að læra það mikið á þetta að ég kann að virkja GPS-ið, en þá er það líka upptalið! Klukkan er enn tveimur tímum of fljót (kann ekki að stilla hana) þannig að þetta er svo sem ekki það mikið sem ég kann…en það er aðeins til bóta! Er þa´kki annars? 😉

Þrettándinn í dag og samkvæmt hefðinni á að afskreyta. Held ég taki þetta í áföngum og hreinsi smám saman. Á eftir að klára að vinna og koma drengjunum í háttinn. Þeir voru víst eitthvað þreyttir í dag, greyin, hverju svo sem það er að kenna *hóst*! Það verður samt gaman að taka skrautið niður og velta fyrir sér hvar það fer upp á næstu jólum. Nýr staður til að skreyta og svoleiðis…bara spennandi!

En jæja…ætla að hætta í bili og fara að koma drengjunum í bælið svo ég standi við það að þeir fari snemma að sofa!

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s