Hlaupamarkmið:
Mæta á (helst) allar Flandraæfingar. Læt hins vegar Flandraspretti eiga sig a.m.k. til að byrja með.
Hlaupa 10 km í Mývatnsmaraþoninu 1. júní ásamt fleiri Flandrafélögum (komst ekki)
Hlaupa 10 km í Miðnæturhlaupi Zuzuki á Jónsmessunni. Tékk! Tími 1:16:19
Hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og bæta tímann frá því 1. júní 24. júní. Tékk! Tími 1:13:52. Bæting um 2 mínútur og 27 sekúndur 😀
Taka þátt í Hamingjuhlaupi á Hólmavík eða Brákarhlaupi í Borgarnesi (er á sama degi, 29. júní). (Brákarhlaup, 3 km) Tékk! Tími 20:13
Taka þátt í Kvennahlaupinu á Hvanneyri í sumar. Tékk!
Hlaupa 5 km á 30 mínútum (eða minna).