Júbbs…mikil ósköp! Ég lifði 10 km af 🙂 Bjóst nú svo sem ekki við öðru, en þetta gekk alveg ágætlega. Hljóp/labbaði þetta á 1:16:19 skv. flögutíma og er bara þokkalega ánægð. Nú er bara að sjá hvernig gengur að bæta þennan tíma í ágúst! Viðurkenni það alveg að lærin á mér voru nú ekkert voðalega sátt við meðferðina og launuðu mér það með extra skammti af harðsperrum í fyrradag og í gær…er nú að lagast þótt ég finni nú alveg fyrir þessu ennþá. Eftir ca 6 km þá byrjaði vinstri mjöðmin líka að plaga mig en ég skrifa það bara á óvenju mikla hreyfingu. Skrokkurinn minn er ekki vanur svona meðferð 😉
Núna byrja ég sem sagt að hlaupa eftir 5-10 km prógrammi frá hlaup.is sem ég hef tröllatrú á og mun örugglega hjálpa mér að bæta tímann frá því í Miðnæturhlaupinu 😉
Búið í bili!